Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Staðfestingartími útborgunarmáta

Það er fljótlegt og einfalt að bæta við nýjum útborgunarmáta en það tekur smá tíma áður en hægt er að staðfesta nýjan útborgunarmáta. Útborgunarmáti birtist í vinnslu á meðan staðfesting er í gangi.

Staðfestingartími útborgunarmáta

Möguleikar fyrir útborganir og gjaldmiðla eru mismunandi eftir löndum og svæðum. Staðfestingartími er að meðaltali:

  • Hraðgreiðsla: Staðfesting fer fram samstundis þar sem hraðgreiðsla er í boði (aðeins í Bandaríkjunum)
  • PayPal: Staðfesting tekur allt að tvo virka daga
  • Alþjóðleg millifærsla: Staðfesting tekur allt að tvo virka daga
  • Western Union: Staðfesting tekur allt að tvo virka daga, en það fer eftir landi
  • Bankareikningur: Staðfesting tekur fimm til sjö virka daga
  • ACH (millifærsla): Staðfesting tekur fimm til sjö virka daga (aðeins í boði í Bandaríkjunum og Púertó Ríkó)
  • Fyrirframgreitt Payoneer Mastercard debetkort: Kortið er yfirleitt samþykkt innan tveggja virkra daga og 4–15 dagar líða þar til þú færð kortið afhent
  • MLC-kort: Staðfesting tekur einn sólarhring (aðeins í boði á Kúbu)
  • VaCuba: Staðfesting tekur allt að tvo virka daga (aðeins í boði á Kúbu)

Það sem tekur við eftir staðfestingu útborgunarmáta

Þegar útborgunarmáti hefur verið staðfestur birtist hann ekki lengur í vinnslu og þú getur notað hann til að taka við greiðslum. Hafir þú valið hann sem sjálfgefinn útborgunarmáta birtist hann nú sem sjálfgefinn á stöðuupplýsingum við hliðina á honum.

Uppsetning á sjálfgefnum útborgunarmáta tryggir að hægt sé að millifæra útborganir sjálfkrafa. Mundu því að velja sjálfgefinn útborgunarmáta, hafir þú ekki gert það nú þegar.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning