Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Lagalegir skilmálar

Að lýsa því yfir hvort þú sért sjálfstæður gestgjafi eða faggestgjafi

Samkvæmt evrópskum lögum er Airbnb skylt að biðja gestgjafa um að greina frá því hvort þeir taki á móti gestum sem einstaklingar eða fyrirtæki. Staða þín (sem einstaklingur eða fyrirtæki) verður birt gestum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), í Bretlandi og Sviss, á skráningarsíðum þínum.

Mat á hvort þú sinnir gestaumsjón sem einstaklingur eða fyrirtæki

Airbnb getur hvorki, né ber skylda til að leggja mat á stöðu þína sem gestgjafa. Eftirfarandi upplýsingar gætu hjálpað þér að ákvarða stöðu þína.

Sjálfstæður gestgjafi

Almennt telst þú til sjálfstæðs gestgjafa ef þú sinnir gestaumsjón ekki að atvinnu eða megintekjur þínar verða ekki til við gestaumsjón á Airbnb (t.d. þegar gestaumsjón á Airbnb er aðeins hliðarstarfsemi eða ef gistiaðstaðan er aðeins skráð af og til á Airbnb, mögulega meðan þú ert á ferðalagi).

Faggestgjafi

Almennt er litið svo á að þú sinnir gestaumsjón sem fyrirtæki ef:

  • Þú hefur gestaumsjón að atvinnu eða megintekjur þínar verða til við gestaumsjón á Airbnb, svo sem hjá hönnunarhóteli eða eignastýringarfyrirtæki;
  • Þú tekur á móti gestum sem fyrirtæki, einyrki, einkaaðili eða sameignarfélag;
  • Gistirekstur þinn er skráður á opinbera fyrirtækjaskrá;
  • Þú ert á virðisaukaskattsskrá;
  • Þú tekur reglulega á móti gestum á Airbnb til lengri tíma í hagnaðarskyni.

Listinn er ekki tæmandi og hægt er að taka tillit til annarra þátta eins og fjölda skráninga og/eða fjölda bókana sem þú færð til að ákvarða stöðu þína. Ef þú ert ekki viss um stöðu þína sem gestgjafa mælum við með því að þú leitir þér aðstoðar hjá lögfræðingi eða öðrum faglegum ráðgjafa.

Hvernig þú tilgreinir stöðu þína sem gestgjafi

Sem gestgjafi verður óskað eftir að þú tilgreinir þig annað hvort sem faggestgjafa eða sjálfstæðan gestgjafa í skráningarferlinu eða á síðari stigum. Ef aðstæður breytast og þú þarft að uppfæra stöðuna getur þú nálgast fyrirtækjaupplýsingar þínar í aðgangsupplýsingunum.

Öflun og vottun fyrirtækjaupplýsinga þinna

Ef þú ert með gistirekstur er gerð krafa um það í lögum um stafræna þjónustu (DSA) að Airbnb afli og votti tilteknar rekstrarupplýsingar. Upplýsingarnar sem þú þarft að veita geta verið mismunandi eftir aðstæðum. Þær geta verið:

  • Heiti fyrirtækis
  • Heimilisfang fyrirtækis
  • Símanúmer
  • Netfang
  • Fyrirtækjakennitala og nafn fyrirtækjaskrár (ef við á)

Við munum gera tilraun til að votta fyrirtækjaupplýsingar þínar í gegnum gagnagrunna á Netinu og/eða með frekari stoðgögnum sem þú framvísar okkur gegn beiðni. Skráning þín eða skráningar verða gestum ekki sýnilegar þar til upplýsingaöflun og vottun hefur verið lokið.

Þegar upplýsingarnar hafa verið vottaðar og þú þarft að uppfæra fyrirtækjaupplýsingarnar, getur þú gert það úr aðgangsstillingum þínum. Athugaðu að breytingar á fyrirtækjaupplýsingum krefjast endurvottunar.

Að birta mögulegum gestum fyrirtækjaupplýsingar

Ef þú ert faggestgjafi gera lög um stafræna þjónustu kröfu um að við birtum eftirfarandi fyrirtækjaupplýsingar á skráningarsíðu eða -síðum þínum:

  • Heiti fyrirtækis
  • Heimilisfang fyrirtækis
  • Símanúmer
  • Netfang
  • Fyrirtækjakennitala og nafn fyrirtækjaskrár (ef við á)

Þessar upplýsingar verða aðeins birtar á skráningarsíðunni eftir að þær hafa verið vottaðar af Airbnb.

Þessi síða er aðeins ætluð til að veita upplýsingar. Veittum upplýsingum er ekki ætlað að koma í stað lögfræðiráðgjafar. Ef þér er ekki ljóst hvernig þessi lög eiga við í þínu tilviki ættir þú að leita þér aðstoðar hjá lögfræðingi eða öðrum lögfræðilegum ráðgjafa.

Greinar um tengt efni

  • Týról

    Hér eru gagnlegar upplýsingar til að skilja lögin í borginni þinni ef þú ert að hugsa um að gerast gestgjafi á Airbnb.
  • Ferðastjóri

    Skráning fyrirtækis þíns í Airbnb vegna vinnu

    Fylltu út samskiptaeyðublaðið okkar til að skrá fyrirtæki þitt eða ræða við einhvern um hvernig það virkar.
  • Ferðastjóri

    Afbókanir gestgjafa og Airbnb vegna vinnu

    Ef gestgjafinn afbókar sendum við viðskiptaferðamanninum tölvupóst. Ferðalangurinn getur endurbókað sjálfur eða fengið ferðastjóra til að en…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning