Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar

5 skrefa ræstingarferlið er verklag varðandi þrif sem allir gestgjafar þurfa að fylgja milli gesta auk þess að fylgja landslögum og tilmælum.

Upplýsingar um hvernig best er að þrífa má finna í ræstingarhandbók Airbnb sem inniheldur ítarlega gátlista fyrir þrif.

Einnig má nálgast handbókina ásamt ábendingum, myndböndum og fleiru með því að opna innsýn > þrif í gestgjafaaðgangi þínum í vafra.

1. skref: Undirbúðu þig

Réttur undirbúningur getur gagnast þér og teyminu þínu að þrífa á skilvirkari og öruggari hátt. Gættu þess að:

  • Loftræsta eignina fyrir og meðan á þrifum stendur ef mögulegt er
  • Nota sótthreinsiefni sem staðbundin eftirlitsyfirvöld samþykkja til notkunar gegn COVID-19
  • Lesa ávallt vandlega leiðbeiningar og viðvaranir á hreinsunarvörum
  • Þvo eða sótthreinsa hendur

2. skref: Þrífðu

Þrif fela í sér að fjarlægja ryk og óhreinindi af yfirborðum, svo sem gólfum og borðplötum. Gættu þess að:

  • Sópa, ryksuga, þurrka af og/eða skúra svæði fyrir hreinsun
  • Þvo leirtau og lín á eins miklum hita og má
  • Þurrka af hörðum flötum með sápu og vatni

3. skref: Hreinsaðu

Hreinsun felur í sér notkun efna til að minnka magn baktería á yfirborðum eins og hurðarhúnum og sjónvarpsfjarstýringum. Mundu að:

  • Úða með viðurkenndum sótthreinsiúða á öll mikið snert yfirborð í hverju herbergi
  • Láta sótthreinsiefnið liggja eins lengi og tilgreint er á merkimiða efnisins
  • Láta yfirborð þorna af sjálfu sér

4. skref: Yfirfarðu

Þegar hreinsun er lokið er gott að tryggja að þú hafir ekki misst af neinu. Mundu að:

  • Skoðaðu bestu starfsreglur á gátlista fyrir hvert herbergi í handbókinni þinni til að staðfesta að þú hafir ekki misst af neinu
  • Deila þessum bestu starfsvenjum með gestgjafateyminu þínu og ræstitæknum

5. skref: Endurstilltu

Til að koma í veg fyrir víxlmengun er mikilvægt að ljúka við þrif og hreinsun herbergis áður en hlutir eru settir aftur á sinn stað fyrir næsta gest:

  • Þvo hendurnar áður en þú gengur frá vörum fyrir gesti, líni og hreinlætispökkum
  • Farga eða þvo hreinsi- og hlífðarbúnað á öruggan hátt
  • Fara ekki aftur inn í herbergi sem hefur verið hreinsað
  • Hreinsa búnað milli hverrar umsetningar

Áskilið fyrir alla gestgjafa

Gestgjafar sem samþykkja ekki öryggisreglur okkar vegna COVID-19, þ.m.t. 5 skrefa ferlinu um ítarlegri ræstingar, fá ekki að taka á móti gestum.

Samkvæmt þessum reglum verður að bera grímu og gæta nándarmarka þegar þess er krafist í landslögum eða tilmælum.

Gestgjafar sem brjóta ítrekað eða alvarlega gegn ræstingarviðmiðunum gætu fengið viðvörun, orðið fyrir tímabundinni lokun og í sumum tilvikum gæti aðgangi þeirra verið eytt út af Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestur

    Heilsu- og öryggiskröfur varðandi gistingu á Airbnb

    Heilsa og velferð notenda skiptir okkur alltaf máli. Öryggisábendingar og leiðbeiningar varðandi heilsu meðan heimsfaraldur COVID-19 gengur …
  • Katalónía / Barselóna

    Hér eru gagnlegar upplýsingar til að skilja lögin í borginni þinni ef þú ert að hugsa um að gerast gestgjafi á Airbnb.
  • Gestgjafi

    Ábyrg gestaumsjón á Spáni

    Við hjálpum gestgjöfum á Airbnb að kynna sér skyldur sínar við gestaumsjón og gefum almenna samantekt á mismunandi lögum, reglum og bestu st…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning